Það var um og uppúr kl. 10 sem fyrst börn þessa sumar fóru að streyma að í sumarbúðirnar við Eiðavatn. Börnin í þessum flokki eru á aldrinum 7-9 ára. Eins og venja er aðstoðuðu foreldrarnir sín börn við að koma sér fyrir í herbergjunum, koma fötum og farangri á sinn stað, kveðja og kyssa bless. Fyrst var stuttur samhristingur, þar sem allir kynntu sig, hvaðan þau komu og hvað þeim þætti best að borða. Þá var hádegismatur og að þessu sinni voru dýrindi fiskibollur með hrísgrjónum, kartöflum og karrýsósu í matinn. En fyrir þá sem ekki vita, að þá eru þær Kristjana og Guðný miklir meistarakokkar og allir borðuð sinn mat með bestu list. Eftir matinn sáu krakkarnir fyrsta hluta leikritsins um Jósef og bræður hans sem sagt er frá í Gamla testamentinu. Þá tók við föndur þar sem við útbjuggum leðurlyklakippur og óhætt að segja að í hópnum leynist margir framtíðarlistamenn í leðurvinnslu. Eftir kaffið var mjög hressandi talnaratleikur þar sem hlaupið var um í blíðskaparveðrinu og leitað af tölum. Var mikil keppnisharka í mannskapnum, og meira segja svo mikil að margt merkilegra fannst en spjöld og tölur, því að auki fundust þrjú hreiður, eitt með níu eggjum og í hinum tveimur var að finna nokkra þrastarunga. Það vakti mikla spennu í hópnum. Eftir skyr og nýbakað brauð stýrðu stelpurnar í herbergjum eitt og tvö með kvöldvöku. Þar var mikið hlegið og skemmtunin mikil. Þessi fyrsti dagur í fyrsta flokki var alveg hreint fyrsta flokks og lofar góðu fyrir framhaldið. Myndir koma væntanlega inn á morgun frá fyrstu tveimur dögunum.
Flokkur: Bloggar | 7.6.2010 | 22:54 (breytt kl. 22:55) | Facebook
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 225978
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf fjör í sumarbúðunum,það breytist ekki !
Kveðja, Hólmfríður (mamma Hilmis)
Hólmfríður (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 23:21
Frábært að geta fylgst með fjörinu hér. Þetta slær á aðskilnaðarbömmer móðurinnar :)
Ingibjörg (mamma Þórðar) (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 09:39
Þetta er alveg frábært að geta fylgst með hvað er gaman hjá ykkur, gærdagurinn var greinilega mjög skemmtilegur
Ragnhildur (mamma Andra Snæs) (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 10:04
Alltaf gott að heyra að allir séu að skemmta sér. Hlakka til að sjá myndir af fjörinu.
Kveðja Eva
Eva (mamma Emblu Sól) (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 10:51
Frábært hvað þið eruð heppin með veður
Kristín Ágústsdóttir (mamma Önnu Karenar) (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 16:41
Sæl verið þið...
Yndislegt að fá að fylgjast með ykkur og ekki skemmir veðrið sem á bara að vera gott allann tímann.... Það er greinilega rosalega gaman hjá þeim...Kveðja
Kolla Bjö ( mamma Auðunns I )
Kolbrún Björnsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 18:37
Gaman að sjá að þau skemmta sér í sumarbúðunum
. Hlakka til að sjá myndir 
Eygló (mamma Guðrúnar Adelu) (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.