4.flokkur mættur fjörugur á svæðið

4.flokkur mætti í sumarbúðirnar í dag. Hópurinn er stór, öflugur og ekki síður stórglæsilegur. 
Eftir að allir voru búnir að koma sér fyrir var haldið inn á sal og hópurinn hristi sig rækilega saman. 
Eftir að allir fengu að kynna sig og kynnast öðrum var haldið í hádegismat. Yndislegur fiskur, karrýsósa, hrísgrjón, kartöflur, salat - gæti ekki verið betra. 
Að hádegisverði loknum fengum við að verða vitni að ævintýrum Jósefs sem við ætlum að fylgjast með í vikunni. Börnin fylgdust vel með og voru afskaplega dugleg við að svara hinum ýmsu spurningum. 
Í framhaldinu fórum við út í eina krónu og að því loknu var tekið við skiltagerð, en hvert herbergi fær sitt skilti auðvitað. 
Kaffitíminn var sérstaklega ljúffengur, sódakaka og kryddbrauð klikkar auðvitað alls ekki. 
Nú er hópurinn í ævintýraferð, út í rústum. Þangað er alltaf spennandi að kíkja. 
Eftir kvöldmatinn verður kvöldvöku stemmning í boði herbergja 1,2 og 3 og það er klárt mál að þar verður eytt nóg af orku. Enda vel við hæfi enda fylgja rólegheit par excellance eftir kvöldvöku og allir halda sáttir í svefninn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að geta fylgst með hvað er/verður gaman hjá ykkur! Hér úr Svínaskálahlíðinni biðja allir að heilsa Hansínu Steinunni já og Ingu vinkonu hennar.

Mútter og co

Þóra Jóna Kemp (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 21:21

2 identicon

Gaman að fá fréttir - efast ekki um að þið fáið nóg að gera þessa vikuna með fjöruga krakka :) Hlakka til að sjá myndir líka!!

kv Heiða (mamma Árna Veigars)

Aðalheiður Árnad. (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband