Yndisleg vika með frábærum hóp

Tíminn flýgur og upp er risinn fagur föstudagur. 
Gærdagurinn var með besta móti. Við fengum sérstaklega góða heimsókn; hún Sigga Lára, leiklistarséní með meiru, kíkti á okkur og fór með okkur í hinar ýmsu leik- og spunaæfingar. 
Í gær var enginn venjulegur fimmtudagur, því það var sparidagur. Kristjana hóf veisluna í hádeginu með kjúlla og fröllum. Pakksaddur hópurinn fór í framhaldinu í brjóstsykursgerð með Boga sælgætisgerðarmanni. Niðurstaðan var prýðileg, algjört sælgæti! 
Í framhaldinu var guðsþjónusta sem presturinn okkar frábæri Þorgeir leiddi. Krakkarnir tóku allir virkan hóp með leikriti, bænalestri og tónlistarflutningi. Guðsþjónustukaffið var ekki af verri endanum; dýrindis súkkulaðikaka. 
Nú þótti kominn tími á að nýta veðrið sem var yndislegt. Því hélt hópurinn niður að vatni og tók til við að vaða og njóta sín. Kjörið að eyða smá orku áður en kvöldmaturinn mætti á svæðið: ilmandi flatbökur!
Leiðtogakvöldvakan var gríðarlega hress og mikið var hlegið. Vinsælasta atriðið var þó án nokkurs vafa frá Kristjönu í lok kvöldvökunnar, en hún ákvað þá að bjóða upp á rjómaís. 


Nú í dag hefur hópurinn notið þess að kanna leiklistarhæfileika sína enn frekar undir handleiðslu Siggu Láru og er í þessum skrifuðu orðum verið að þróa áfram leikrit.
Þessi vika endar því dásamlega, enda  vel við hæfi; dásamlegur hópur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband