Dagur 2: Hörkustuð og hamingja

Hér við Eiðavatn er blessuð blíðan og öllum líður vel.
Dagurinn byrjaði á sérstaklega góðum morgunmat og morgunstund í framhaldinu. Í morgunstundinni var meðal annars kíkt í skemmtilega leiklistarleiki.
Brennó-mótið var á sínum stað í hressandi útiveru og hakk og spaghetti klikkar ekki í hádeginu.
Eftir hádegi tók við frábær fræðsla í boði Boga um tónlist og trú. Ýmsir tónlistarmenn og hljómsveitir komu þar við sögu: Kanye West, Depeche Mode, Johnny Cash, U2 og fleira gríðarlega skemmtilegt.
Nú sperra allir hér við Eiðavatn eyrun á annan hátt en áður þegar dægurlagatónlistin ómar úr viðtækjunum.
Eftir þessa gríðarlega skemmtilegu fræðslu var kíkt í ýmsa góða leiklistarleiki, meðal annars traust-lestina sem var sérstaklega vinsæl!
Eftir alla þessa skemmtilegu leiki var ekki síður skemmtilegt að fá dýrindis kökur ala Kristjana enda mikilvægt að fá smá orku fyrir ratleik.
Ratleikurinn reyndi á ýmsa hæfileika og nú er komið að kvöldmat.
Eftir kvöldmat ætla stúlkurnar í herbergjum 8,9 og 10 að halda stuðinu uppi á kvöldvöku. Það vantar ekki fjörið hér við Eiðavatn!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband