2.flokkur, ævintýraflokkur!

Í gær mætti ævintýraflokkurinn keikur á svæðið og hefur staðið sig frábærlega enn sem komið er. Ævintýralega vel jafnvel.
Ævintýrin byrjuðu strax eftir frábæran hádegismat þar sem haldið var á árabáta og var það mikil skemmtun og fannst hópnum það afskaplega spennandi að fá að spreyta sig í því að róa.
Hópurinn er þó sem betur fer líka góður í því að vera einmitt rólegur og átti stórskemmtilega fræðslustund með hópeflisleikum þar sem við kynntumst öll hvort öðru betur.
Herberg 1, 8 og 10 sáu um fyrstu kvöldvökuna og gerðu það vel, mikið hlegið og gott stuð.
Það var sáttur hópur sem sofnaði og það segir sína sögu um stemmnnguna að það áttu allir afskaplega auðvelt með að sofna.
Þegar börnin vöknuðu kl.8:30 í morgun vissu þau ekki í þennan heim né annan; enda allt í rugli!
Dagurinn byrjaði nefnilega með vidjókvöldi og kvöldhressingu (að morgni til) og í framhaldinu var boðið upp á kvöldmat í hádeginu. Sannkallaður rugl dagur!
Eftir kvöldmatinn var kvöldvaka sem herbergi 2 og 9 sáu um í glampandi sólskini. Í framhaldinu var boðið upp á morgunmat, klukkan að ganga 15:30.
Og nú er hópurinn í brennómóti og eftir hádegismatinn í kvöld, þá verður farið í kanóa og út á báta. Ævintýralegt í meira lagi og aldrei að vita hvað gerist hér við Eiðavatn!

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf sama fjörið hjá ykkur :) Hlakka til að sjá myndir :)

Elsa Gerður Hauksdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2015 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband