1. dagur 1. flokks 2015

Já og þá eru sumarbúðirnar við Eiðavatn 2015 hafnar með glæsibrag, enda ekki að undra þegar jafn frískur og fjörugur hópur mætti og sá sem hingað kom í gær, mánudaginn 15.júní.
Hópurinn er heldur betur búinn að standa sig þennan fyrsta sólarhring sinn í búðunum, alveg hreint með prýði.
Þegar allir höfðu lokið við að koma sér vel fyrir var starfsemi sumarbúðanna kynnt fyrir hópnum inn á sal auk þess sem allir fengu tækifæri til að kynna sig, segja nafn sitt, aldur, afmælisdag, hvaðan þau kæmu og hvaða kvikmyndapersóna þau væru ef þau ættu að velja.
Mörg skemmtileg svörin spruttu fram og það var spenntur hópur sem fékk sér hakk og spaghetti ala Kristjana Björnsdóttir í hádegismatinn.
Að hádegismat lokið var brennómót haldið, en brennó er þjóðaríþrótt, ef svo má að orða komast, sumarbúðanna. Kaffitíminn var ekki síður góður og í fræðslustundinni eftir kaffitímann fengu krakkarnir tækifæri til að búa til skilti með nafni herbergisins og herbergisfélaganna.
Í fræðslunni fengu þau einnig að takast á við skemmtilegt myndlistarverkefni þar sem útlínur hvers og eins í hópnum voru rissaðar í stórt karton og verður áfram unnið á skemmtilegan hátt með þetta verkefni.
Kvöldmaturinn var Eiða-skyr (sérstaklega gott (þið takið kannski eftir því að það er sannkallaður veislumatur hér)) og pizzasnúðar. Herbergi 1 og 10 sáu um kvöldvöku í framhaldinu og var mikið hlegið og sungið.
Það var því þreyttur en ánægður hópur sem lagðist í rúmin hér við Eiðavatn í gærkvöldi.
Nú er þriðjudagsmorgun og hópurinn úti í fáranleikum þessa stundina - alveg fáranlega gaman!

Myndir af flokknum eru síðan væntanlegar í kvöld eða fyrramálið, ásamt fleiri blogg-færslum.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband