Fjórði dagur hjá fjörugum flokki

Enn gengur allt vel hjá flokkinum okkar fjöruga.
Loks viðraði vel til siglinga og hélt flokkurinn á kanóa og árabáta í morgunsárið. Allir þeir sem höfðu áhuga fengu tækifæri til að spreyta sig út á vatni eða tjörn og var það afskaplega sáttur hópur ungmenna sem mætti í hádegismat í framhaldinu. Í boði var steiktur fiskur - vel viðeigandi!
Að hádegisverði loknum var haldið áfram að fylgjast með ævintýrum Jósefs og eiga krakkarnir skilið orðu fyrir áhuga sinn og einbeitingu. Sérstaklega í ljósi þess hve dugleg þau voru að hlusta á Hjalta þegar hann talaði við þau um trúarleg tákn í myndlist (einhver hefði nú farið að hrjóta...).
Eftir kaffitímann var haldið út til þess að klára brennó-mótið - allt þar til þessi hellidemba skall á sem nú syngur úti. Framundan er kvöldvaka í boði stúlknanna í herbergjum 6 og 7, en fyrst er það pizza í kvöldmatinn. Þetta versnar ekkert, þetta sumarbúðalíf.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta bestnar greinilega með hverjum deginum. Mikið verður samt gott að fá drenginn heim! :)

Þórunn Ósk (IP-tala skráð) 3.7.2014 kl. 23:18

2 identicon

Dásamlegt...hlakka til að sjá kátan hópinn á morgun :)

kv Heiða (mamma Árna V.)

Aðalheiður Árnadóttir (IP-tala skráð) 3.7.2014 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband