Þriðji dagur, sparistuð

Þvílíkur dagur!
Miðvikudagurinn mætti okkur fagur, en örlítið vindasamur eins og við áttum eftir að komast að því að eftir morgunmat var haldið í gönguferð út á tjörn. Gangan þangað er alltaf yndisleg, falleg náttúran allt í kring og frískandi andrúmsloftið.
Þegar hópurinn kom út á tjörn var stefnan að fara á kanó - en vindurinn blés, maður minn! Svo mjög að við komust ekki úr stað og enduðum á að grípa í veiðistangir og góða skapið og njóta náttúrunnar saman í rokinu sem flaug hópnum svöngum heim í hádegismat, sem var ekki af verri endanum. Kjúklingur og franskar, takk fyrir kærlega!
Hópurinn tók í framhaldi til við að undirbúa guðsþjónustu. Sumir brugðu sér í hlutverk leikarans og tóku þátt í leikhópi, aðrir skrifuðu og fluttu fagrar bænir. Sumir sungu með tónlistarhóp, aðrir skreyttu salinn glæsilega. Guðsþjónustan, sem  sr.Brynhildur okkar leiddi, var því hin glæsilegasta og krakkarnir sýndu magnaðan dugnað í þátttöku sinni.
Í framhaldinu var messukaffi - súkkulaðikaka og kanilsnúðar. Gourmet líf, gott fólk.
Í þessum skrifuðu orðum er hópurinn úti í Brennó-mótinu sívinsæla og treystum við því að kappið muni ekki bera fegurðina ofurliði. Kvöldvakan í kvöld er í höndum strákanna í herbergjum 3,4 og 5 og verður vafalaust dýnamísk skemmtun í alla staða.
Stemmningin hér á bæ er því eins og segir í laginu:
Gleði, gleði, gleði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að heyra! Vonandi gengur allt vel með yngstu sumarbúðargestina :-)

Hildur (IP-tala skráð) 2.7.2014 kl. 19:15

2 identicon

Æði! Það er greinilegt að engum ætti að leiðast :)

Þórunn Ósk (IP-tala skráð) 2.7.2014 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband