Annar dagur, alltaf stuð

Hópurinn hér við Eiðavatn er hinn hressasti. Við vöknuðum kl.8:30 við fagran söng Boga og Arnars, þar sem þeir félagar góluðu: Góðan dag!
Í morgunmat var margt góðgætið að finna, alltaf er sumarbúðablandan vinsælust.
Eftir góðan morgunmat var haldið út í ratleik. Hópurinn kepptist við að ná réttum svörum og gekk svo rosalega vel að við urðum hreinlega að gefa öllum íspinna í verðlaun.
Hádegismaturinn var lostæti en þá fengum við hakk og spaghetti, eða naglalakk og hakkettí eins og sumir kalla það. Kubbmót tók við eftir hádegið, leikir og almenn útivist. Við fengum frá Kristjönu dýrindisnesti til að taka með okkur í litlu fallegu útikapelluna okkar út í rjóðri.
Þegar inn var komið tók við fræðslustund, en leikritin um Jósef eru gríðarlega vinsæl þessa vikuna.
Bogi sagði okkur í framhaldinu frá heimsóknum sínum til Afríku og stóðu börnin sig afskaplega vel í því að hlusta, enda magnaður hópur sem kann bæði að vera í svaka stuði en eins að slaka á og njóta í rólegheitum.
Nú í kvöld verður í kvöldvaka í boði snillinganna hér í sumarbúðunum svo það er óhætt að lofa því að skemmtunin heldur ótrauð áfram!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegt að fylgjast með dagskrá þessa hressa hóps. Vonandi eru allir að njóta sín til hins ítrasta. Bestu kveðjur: Ingunn, mamma Sigurðar Óttars :D

Ingunn Bylgja (IP-tala skráð) 1.7.2014 kl. 19:49

2 identicon

Gaman og gott að geta fylgst með, vonandi skemmta allir sér vel og njóta vistarinnar. Bið kærlega að heilsa Ingu Viktoríu og Hansínu vinkonu hennar. Kveðja Stefán (pabbi Ingu Viktoríu)

Stefán Ingvar (IP-tala skráð) 1.7.2014 kl. 19:59

3 identicon

Voða skrítið að heyra ekkert í barninu sínu, en það er greinilega nóg um að vera og engar fréttir eru góðar fréttir ;)

kv Heiða (mamma Árna Veigars)

Aðalheiður Árnadóttir (IP-tala skráð) 1.7.2014 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband