Hörkufjör á heimavist

Það er frábær hópur ungmenna sem er lagstur til hvílu hér við Eiðavatn, eftir langan og skemmtilegan dag. 
Sumarbúðablandan er alltaf jafn vinsæl í morgunsárið og ekki síður var gladdi það hópinn að heyra að halda ætti á kanó eftir morgunmatinn. Út að tjörn var haldið og fengu allir að spreyta sig og létu ekki örlítinn vind slá sig út af laginu. 
Fiskurinn í hádeginu var ekki bara vel steiktur, hann var í alla staði yndislegur - þvílíkt lostæti. Kristjana hættir ekki að toppa sig. 
Eftir hádegismat héldu krakkarnir áfram að fylgjast með afdrifum Jósefs; sá kann að koma sér í vandræði og nýttur leikhæfileikar leiðtoganna vel í að koma til skila þessari sígildu sögu. 
Í framhaldinu var Hjalti með hressan og fræðandi fyrirlestur um tákn og birtingarmyndir þeirra í daglegu lífi og ekki síst hvernig þau birtast okkur í myndlistinni. Krakkarnir eiga heiður skilið fyrir athygli sína og þátttöku. Eftir skemmtilega hópeflisleiki tók hópurinn til við að þæfa ull utan um bænasteina. Afskaplega róandi stund og afköstin fögur. 
Ratleikur dagsins var að loknum kaffitíma og skemmti hópurinn sér með prýði. 
Þá var kvöldvaka kvöldsins hin hressasta en öll herbergin komu að henni með einum eða öðrum hætti. Mikið hlegið og það var ljóst eftir helgistund kvöldsins að krakkarnir voru heldur betur búnir að eyða orku í gleði þennan dag, enda tóku allir því nokkuð fagnandi að leggjast upp í rúm og hvíla sig fyrir frábæran fimmtudag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband