Alla leið frá Kenya og yfir í kanó

Eins og segir í laginu: Sjalalalala - ævintýrin enn gerast!
Það má með sanni segja að ævintýrin gerist hér enn. Morguninn byrjaði grenjandi. Blessunarlega voru það ekki krakkarnir, heldur rigningin úti. Þvílík demba!
Því fengu krakkarnir að ferðast í huganum á hlýrri slóðir eftir morgunmatinn. Haldið var alla leið til Kenya og Eþíópíu, en hann Bogi okkar hefur þangað farið nokkrum sinnum. Bogi sagði okkur frá ferðum sínum, sýndi myndir, myndbönd og minjagripi. Krakkarnir voru virkilega áhugasamir, alveg til fyrirmyndar.
Eftir þessa heimsókn, alla leið til Afríku, tóku krakkarnir þátt í Ævintýralegri spurningakeppni þar sem þau voru spurð út í vikuna. Síðasta spurningin var án nokkurs vafa sú einfaldasta en jafnframt sú besta, enda náðu allir að svara henni hárrétt: Hvaða flokkur er það sem hefur verið algjörlega til fyrirmyndar hér við Eiðavatn í vikunni?
Auðvitað Ævintýraflokkurinn 2014.
Eftir hádegismat, yndislegan steiktan fisk, var haldið út á tjörn þar sem allir fengu að spreyta sig á kanó. Hópurinn tók með sér dýrindis nesti frá Kristjönu og Guðbjörgu og var enginn svikinn af þessari útiveru. Yndislegt.
Nú styttist í ratleik sem hefur verið sérstaklega settur saman fyrir þennan flokk; þetta er í fyrsta sinn við Eiðavatn sem þessi tiltekni ratleikur hefur verið spilaður og er hann þó nokkuð ólíkur þeim sem hafa verið hér í gegnum tíðina. Mjög spennandi. Eftir ratleik bíða krakkanna ilmandi flatbökusneiðar og ekki er verra að fá ís í eftirrétt!
Kapparnir í herbergjum 7,9 og 10 sjá um kvöldvöku og að henni lokinni verður diskótek, hvorki meira né minna. Orðið á götunni er að DJ Boogie Boogie muni haldi uppi stuði.
Stuðið verður kannski örlítið á rólegri nótunum, en engu síður jafn fallegum, á helgistund um kvöldið.
Við leyfum okkur að fullyrða að allir fari sáttir og sælir að sofa í kvöld við Eiðavatn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband