Brjóstsykursgerð, diskótek og blessuð blíðan

Lífið leikur við okkur hér við Eiðavatn.
Það er ljóst að vikan hefur gengið vel, hér hefur mótast sannur samfélagsandi og góður taktur í hópnum.
Svo sakar ekki að hafa þetta dásamlega veður.
Hjalti og Jóna mættu á svæðið nú í morgun og óhætt er að segja að vel hafi verið tekið á móti þeim.
Eftir góða útiveru í morgun og frábæran hádegismat (fiskibollur ala Kristjana, gæti ekki verið betra) var komið að virkilega skemmtilegum dagskrárlið en þá tók Bogi aðstoðarsumarbúðastjóri sig til og fór með hópinn í brjóstsykursgerð, en Bogi hefur gjarnan verið kallaður Bogi Brjóstsykur, svo hæfileikaríkur er hann við þessa miklu list.
Kaffitíminn var sérstaklega glæsilegur, enda afmælisbarn í hópnum: Eyþór Magnússon fagnar hér í dag 8 ára afmæli sínu. Hópurinn söng hátt og snjallt fyrir kappann og fékk hann að gjöf kórónu sem hafði að geyma nöfn allra krakkanna.
Í þessum skrifuðu orðum er í gangi spennandi ratleikur. Að kvöldverð loknum tekur við síðasta kvöldvaka flokksins og mun hún enda með diskóteksstemmningu par excellance.
Það er því óhætt að fullyrða að það verði sátt, sæl og afkastamikil börn sem leggjast í háttinn nú í kvöld.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband